Skip to content

Cart

Your cart is empty

TF Traveler's Notebook Cotton Zipper Case Regular Size - OLIVE

Sale price7.590 kr

Traveler's Factory Cotton Zipper Case er byggt á vinsælu involsi sem kom fyrst fram sem hluti af B-Rarities vörulínu TRC árið 2021. Veskið er gert af flinku handverksfólki í úthverfi Tokyo, úr vel völdu bómullarefni frá Japan sem er húðað með parafín vaxi. Með notkun mun veskið taka breytingum og eldast fallega. Við mælum með að nota þetta invols sem veski eða til þess að geyma miða, spjöld eða skriffæri. 

The Traveler's Factory Cotton Zipper Case is meticulously crafted by artisans in the suburbs of Tokyo using locally produced, paraffin-waxed cotton fabric. Over time, its texture evolves, gaining unique character. Enhance your Traveler's Notebook by incorporating this Cotton Zipper Case; use it to securely store tickets or cards, as a case for your stationery, or even as a wallet.

-

NAKANO er TRAVELER'S COMPANY Official Partner Shop og er þessi vara hluti af vörulínu sem eingöngu er seld í verslunum sem hlotið hafa þann stimpill! Það er unun að ferðast á milli landa og leita uppi ritfangaverslanir og við hjá Nakano erum einstakleg stolt að vera hluti af fjölskyldunni. Þessar verslanir sem eru um víð og dreif um allan heim eiga það sameiginlegt að vera einstakar í útliti, bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og spegla eiganda búðarinnar. Við hvetjum þig því til þess að leggja land undir fót um finna aðrar  TRAVELER'S COMPANY Official Partner Shop verslanir. En hver verslun á alveg einstakan stimpil sem þú getur fengið í bókina þína! Í okkar verslun, jafnt sem öðrum slíkum, getur þú fundið gott samfélag af TRAVELER'S notebook notendum og notið þess að deila með öðrum ferðalöngum hvernig þú notar bókina þína! 

TRAVELER'S FACTORY var opnuð árið 2011 í Nakameguro, hjarta Tokyo borgar. Verslunin var hugsuð sem ævintýrastaður fyrir ferðalanga til að koma með bókina sína og hitta aðra sem deila sömu ástríðu fyrir bókinni sinni. En einnig sem staður þar sem hægt er að læra aðeins meira um heima og stækka sjóndeildarhringinn. 

Okkur hjá NAKANO hefur dreymt um að gerast TRAVELER'S COMPANY Official Partner Shop frá því við heimsóttum fyrst TRAVELER'S FACTORY búðina í Tokyo árið 2014. Það er því mikill heiður fyrir okkur að dreifa ævintýrunum og taka á móti ferðalöngum sem leita eftir nýjungum og öðrum fjársjóðum fyrir TRAVELER'S notebook bækurnar sínar! 

Við bjóðum alla ferðalanga velkomna til okkar að fá sérstakan stimpil! 

Vinsamlegast athugið að TRAVELER'S FACTORY vörurnar eru eingöngu seldar innanlands og verður því ekki hægt að senda vörurnar erlendis.

TF Traveler's Notebook Cotton Zipper Case Regular Size - OLIVE
TF Traveler's Notebook Cotton Zipper Case Regular Size - OLIVE Sale price7.590 kr