2025 Kokuyo Jibun Techo - First Kit Blue
'Jibun Techo First Kit' dagbókin frá Kokuyo Japan er skipulagsbók sem er fyrir algjöra dagbókar - og skiplagsbókar "nörda". Í bókinni má finna allskyns lítil smáatriði sem gera þér auðveldara að skipuleggja daginn, vikuna, mánuðin og árið sem er framundan!
Í þessu kitti eru þrjár bækur - dagsett dagbók, LIFE bók og IDEA bók.
Dagsetta dagbókin er með dagsettar blaðsíður fyrir árið 2025. LIFE bókin er hugsuð sem bók sem þú tekur með þér í hverja dagbók ár eftir ár - í hana getur þú skrifað niður lífsviðburði eins og afmælisdaga og aðra merkisdaga. En í bókinni getur þú einnig skráð allskyns aðrar upplýsingar sem þú vilt ávalt hafa hjá þér. IDEA bókin er fyrir hverskyns glósur og punkta sem þú færð yfir daginn - einföld stílabók. Hugmynd er að þú notir bókarhlífina utan um þessar þrjár bækur aftur og aftur en skiptir út bókunum inn í á hverju ári (en ekki öllum!)
Pappírinn í þessum bókum er einstaklega þunnur en hann er sérstaklega hannaður fyrir Jibun Techo bækurnar. Það er mjúkt að skrifa á pappírinn og hann endist vel að okkar mati! Það sést lítillega í gegnum pappírinn ef notaðir eru sterkir tússlitir og vatnslitir og því hentar þessi bók ekki fyrir þau sem vilja prófa sig áfram með slíka miðla.
Smáaletrið
Stærð: B6 Slim (Ekki A5 heldur aðeins minni og styttri!)
Glær bókarhlíf yfir pappírsforsíðu
KOKUYO þunnur pappír - LIFE bókin notar MIO pappír
Tungumál: Enska og stundum örlítil japanska
Vikuskipulag fyrir Nóv 2024 til Jan 2026
Mánaðarskipulag fyrir Nóv 2024 til Mars 2026
Gantt Chart fyrir Nóvember 2024 til April 2026
Samtals 192 blaðsíður (112bls - 40bls - 40bls)
'Kokuyo Jibun Techo' dagbókin er ekki eingöngu hugsuð sem skipulagsbók fyrir eitt ár, heldur frekar sem bók sem fylgir þér lengur og er samansafn upplýsinga sem þú þarft á að halda. Bókin býður upp á síður til þess að halda utan um markmið, árangur og ýmislegt sem kemur á daginn.
'Jibun' þýðir mitt eigið eða mitt á japönsku og 'techo' þýðir skipulagsbók - þín eigin skipulagsbók. Bókin er ekki bara dagbók heldur líka ákveðin leið fyrir þig til að læra nýja hluti um sjálfa/n þig!
Á síðu Jibun Techo geturu skoðað hvernig hægt er að nota bókina á fjölda vegu
Choose options