2025 Kokuyo Jibun Techo - DAYs Mini Red
JIBUN TECHO DAYs er skipulagsbók þar sem boðið er upp á eina síðu fyrir hvern dag. Á síðunni er tímalína (með klst) svo auðvelt er að halda utan um skipulag fyrir hvern dag. Bókinni er skipt í tvo hluta svo það er auðveldara að taka hana með sér.
Pappírinn er léttur og þunnur og þæginlegt að skrifa á hann. Við mælum með þessari fyrir þau sem vilja nákvæmnara tímaskipulag, markmiðasetningu og gott yfirlit yfir verkefni.
Hvað er í bókinni?
Mánaðaryfirlit með habit tracker fyrir hvern mánuð einnig er hægt að merkja við líðan fyrir hvern dag, to-do listi er vinstra megin á síðunni
Síða fyrir hvern dag - með tímaás, to do-lista og þrískiptu svæði sem hægt er að nýta fyrir punkta dagsins
Ársyfirlit fyrir 3 ár það getur verið gott að hafa yfirlit yfir árin þegar skipuleggja á langt fram í tímann
Ársskipulag - listi þar sem þú getur nótað niður það sem er væntanlegt þetta árið
Markmið ársins og aðrir viðburðir (listi) - Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast!
100 wish list - Hvaða 100 hluti langar þig að gera á komandi ári? Hvernig væri að leyfa sér að dreyma og skrifa allt sem þér dettur í hug! Nú ef það gleymist má alltaf nota listann fyrir kvikmyndir og þætti sem þú horfðir á
Þinn eigin listi - Þegar þú hefur skrifað 100 hluti niður þá færðu kannski aðra hugmynd og þá bíður bókin upp á þinn eigin lista
Monthly index page - Fyrir hvern mánuð er síða þar sem þú getur sett þér markmið, farið yfir mánuðinn framundan
Litið til baka yfir árið 2025 - það er nauðsynlegt að gefa sér stund til að fara yfir árið með sjálfum sér
--
'Kokuyo Jibun Techo' dagbókin er ekki eingöngu hugsuð sem skipulagsbók fyrir eitt ár, heldur frekar sem bók sem fylgir þér lengur og er samansafn upplýsinga sem þú þarft á að halda. Bókin býður upp á síður til þess að halda utan um markmið, árangur og ýmislegt sem kemur á daginn.
'Jibun' þýðir mitt eigið eða mitt á japönsku og 'techo' þýðir skipulagsbók - þín eigin skipulagsbók. Bókin er ekki bara dagbók heldur líka ákveðin leið fyrir þig til að læra nýja hluti um sjálfa/n þig!
Á síðu Jibun Techo geturu skoðað hvernig hægt er að nota bókina á fjölda vegu
Choose options