Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Í Nakano eru til ótal mörg spjöld í hinum ýmsu stærðum með hinar ýmsu myndir. Oft eru þau með sætum myndum og koma nýjar gerðir ár hvert. Þau eru eitthvað sem ég er alltaf með á mér og í bókunum mínum. Ég á þó erfitt með að finna gott íslenskt heiti yfir þessi spjöld. „Pennaspjald” er sniðug uppástunga en finnst mér það persónulega ekki lýsa öllum eiginleikum þessa einfalda spjalds.

KEIKO SHIBATA: HOBONICHI PENCIL BOARD FOR A5 SIZE (SWAYING TULIPS)

Á japönsku kallast það shitajiki sem þýðir „undirlag.” Spjaldið gagnast nefnilega sem undirlag meðal annars. Ég hef oft lent í því, og held margir aðrir sömuleiðis, að byrja á nýrri skrifbók en eiga erfitt með fyrstu blaðsíðurnar því undirlagið þeirra er mýkra eða óþægilegt. Þetta svokallaða „spjaldundirlag” hefur algjörlega breytt því.

TRC 2024 UNDERLAY 890KR

Það var þó ekki það sem heillaði mig fyrst við spjaldið heldur tengdist það notkun minni á lindarpennum. Ég lenti oft í því að þurfa að bíða eftir að blekið eða penninn sem ég notaði þornaði og gat því ekki lokað bókinni minni. Nú sting ég einfaldlega spjaldinu á milli blaðsíðnanna og loka bókinni! Hið sama gildir um blýant en getur spjaldið komið í veg fyrir að hann nuddist á milli blaðsíðnanna.

JIBUN TECHO SHITAJIKI / PENNASPJALD (FRÁ 890KR) 

Mér er alveg sama þótt að spjaldið litist smá því ég get alltaf þrifið það með blautum pappír og svo er gaman að uppfæra spjaldið þegar nýjar gerðir koma ár hvert. Ég er alltaf að breytast og þroskast og finnst mér gaman að því að það sem ég nota geti breyst í takt við það.

TOMITARO MAKINO: HOBONICHI PENCIL BOARD (1690KR)

Mörg pennaspjöld eru með smáum línum á hliðinni eins og á reglustiku en er einnig hægt að nota þau sem reglustiku! Það er að vissu leyti þægilegra en venjuleg reglustika þar sem spjaldinu er hægt að smeygja inn á milli síðanna án nokkurra óþæginda og geyma þar.

Núorðið er ég einnig byrjuð að nota spjaldið sem bókamerki en hentar það vel svo ég geti alltaf leitað í það. Ég á það einnig til að krassa ýmist á minnismiða sem ég þarf að muna eða ætla að skrifa niður þegar ég hef tíma og festi þá núna á spjaldið svo ég glati þeim ekki. Þá eru þeir oftast endranær einmitt í réttu bókinni og hjá réttu blaðsíðunni.

HOBONICHI PENNASPJALD A6 STÆRÐ (590KR)

Ég sá svo dálítið nýtt um daginn sem Þórhildur, samstarfskona mín, tók upp á. Hún var svo sniðug að líma pennahaldara við spjaldið. Mér hefði aldrei dottið það í hug! Það eykur nýtinguna enn betur svo maður glati hvorki blaðsíðutalinu, minnismiðunum né pennanum;)

.   

 

LEUCHTTURM1917 PEN LOOP MEÐ LÍMI (690KR)

Ég vona að þessi færsla gefi ykkur innblástur til þess að prófa shitajiki. Ef þið eruð með hugmyndir að góðu íslensku heiti eða fleiri hugmyndir til þess að nota spjaldið þá hlakka ég mjög mikið til að heyra hverjar þær eru!

ÞÚ FINNUR ÖLL PENNASPJÖLDIN OKKAR HÉR! 

Karin Rós starfsmaður Nakano

Read more

Viðtal við Kelly Liang -  ferðast með vatnslitum

Viðtal við Kelly Liang - ferðast með vatnslitum

Í dag langar okkur að kynna ykkur fyrir listakonunni Kelly Liang, sem verður með sýninguna sína, ferðast með vatnslitum, í búðinni okkar út júlí! Við kynntumst Kelly fyrst í búðinni okkar, þar sem...

Read more
Allskyns hugmyndir fyrir HOBONICHI WEEKS dagbækurnar!

Allskyns hugmyndir fyrir HOBONICHI WEEKS dagbækurnar!

Japönsku skipulagsbækurnar Hobonichi Techo komu nýlega með nýja haustlínu sem er nú til sölu hjá okkur í Nakano. Þeirra á meðal var vikudagbókin Hobonichi Weeks. Okkur fannst svo gaman að sjá hve ...

Read more