Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Allskyns hugmyndir fyrir HOBONICHI WEEKS dagbækurnar!

Allskyns hugmyndir fyrir HOBONICHI WEEKS dagbækurnar!

Allskyns hugmyndir fyrir HOBONICHI WEEKS dagbækurnar!

Japönsku skipulagsbækurnar Hobonichi Techo komu nýlega með nýja haustlínu sem er nú til sölu hjá okkur í Nakano. Þeirra á meðal var vikudagbókin Hobonichi Weeks. Okkur fannst svo gaman að sjá hve margir hrifust af henni og nældu sér í eintak fyrir komadi ár. Einfaldleiki bókarinnar býður upp á svo marga möguleika og því ákváðum við að skrifa upp nokkrar hugmyndir!  

VIÐBURÐABÓK

Gaman getur verið að halda yfirlit yfir alla viðburðina og vina- og fjölskylduhittingana sem verða á árinu. Hægt er að skrifa titil þeirra á vinstri síðunni og stuttlega um þá s.s. með hverjum var farið, hvað var borðað og hvað manni fannst. Að tileinka heilli bók viðburðum og hittingum getur hjálpað manni að sjá betur hversu langt líður á milli þess að maður hefur hitt vini sína eða gert eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfan sig og hvatt mann til þess að auka við það:)

LESTRARBÓK

Hobonichi Weeks er afar sniðug fyrir lestrarhesta til þess að halda utan um lesturinn. Hægt er að halda utan um hversu lengi maður var að klára hverja bók og skil á bókasafni eða til vinar. Vikuyfirlitið er hægt að nota fyrir lestrarmarkmið og bókaglósur geta verið til hliðanna og aftast í auka síðunum. Weeks Mega er með nærri því þrefalt fleiri auka blaðsíðum en venjulega Weeks og mælum við því með henni fyrir þá sem vilja glósa mikið.

MATARBÓK

Margir skrifa m.a. innkaupalistann í vikubókina sína en datt okkur í hug að taka það aðeins lengra. Hægt væri að halda utan um hvað er í ískápnum, hvað er eldað og allar uppáhalds uppskriftirnar. Í vikuyfirlitinu væri hægt að skrifa hvað er í ískápnum og búið til innkaupalista út frá því á hægri síðunni. Á þeirri vinstri væri hægt að skrifa niður hvað var eldað. Auka síðurnar aftast er hægt að nota til þess að halda utan um allar uppskriftirnar. Í mánaðaryfirlitið er síðan hægt að teikna litlar myndir af máltíðunum. Þægilegt er að hafa allt saman í einni bók og getur það einnig hvatt mann til þess að elda og baka meira eða að prófa eitthvað nýtt.

VIKULEGT TEIKNIMARKMIÐ

Einnig er hægt hunsa skipulagið algjörlega en þó nýta sér það að hver opna er ein vika til þess að halda utan um vikulegt markmið. Til að mynda teiknimarkmið. Hægt er þá að stefna að því að fylla opnuna út vikuna. Bókin hefur nefnilega að geyma dásamlega Tomoe River S pappírinn.

Hægt væri þá að hafa yfirlit yfir blek eða liti í mánaðarlega yfirlitinu.

SKIPULAG

Við gætum ekki klárað þennan lista án þess að nefna það sem bókin var upprunalega gerð fyrir - skipulag! Mánaðaryfirlit hentar til að halda utan um stórviburði, hittinga eða þetta praktíska eins og læknisheimsóknir og annað á meðan vikulegu síðurnar eru meira fyrir það daglega - to do listinn eða kannski eitthvað sem kom upp þann daginn! 

AÐ LOKUM

Sama hvað haldið er utan um þá er Hobonichi Weeks svo sannarlega „lífsbók.” Til eru ótal leiðir til þess að halda dagbók og er skráning viðburða, matar, lesturs o.fl. skemmtileg gerð af dagbókarhaldi en kemst maður að fleiru um sjálfan sig með því en maður býst við.

Hvernig notið þið Hobonichi Weeks bókina ykkar? Við hlökkum til að fá fleiri hugmyndir!

Read more

Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Í Nakano eru til ótal mörg spjöld í hinum ýmsu stærðum með hinar ýmsu myndir. Oft eru þau með sætum myndum og koma nýjar gerðir ár hvert. Þau eru eitthvað sem ég er alltaf með á mér og í bókunum mí...

Read more