Hvar er Nakano? - Where is Nakano?
Nakano er lítil falin verslun á Grensásvegi 16 - við erum ekki á framhlið byggingarinnar (sem snýr að Grensásvegi) heldur erum við staðsett á 2 hæð í porti bakvið bygginguna!
Ertu að ferðast fótgangandi? Þá mælum við með að ganga upp stiga sem er staðsettur á hægri hlið hússins, á milli Grensásvegar 14 og 16! Þá gengur beint upp í portið okkar góða og þar finnur þú okkur beint af augum
Ertu að ferðast á bíl eða hjóli? Hægt er að keyra beint upp að verslun okkar með því að keyra upp ramp vinstra megin við húsið, á milli Grensásvegar 16 og Oddsson hótel!
Ertu enn í vandræðum? Margir eiga í erfiðleikum með að átta sig á hvar þessi litla búð er falin, er stundum kveiknar ljós þegar við nefnum sal og skrifstofur Sjúkraliðafélag Íslands, Yogavin og Tölvu og verkfræðiþjónustan en Nakano er staðsett í sama porti og þau góðu fyrirtæki og samtök!
Hvenær er opið?
Nakano er opið alla daga nema mánudaga!
Þriðjudagar - Föstudagar: 12:00 - 18:00
Laugardagar: 11:00 - 18:00
Sunnudagar: 13:00 - 18:00
Mánudagar: LOKAÐ